Skilmálar vefverslunar

Skilmálar vefverslunar

Pantanir eru afgreiddar þegar greiðsla hefur borist eða samið um greiðslumáta. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send varan með þeim hætti sem hann valdi. Gætið að því að fylla út réttar upplýsingar um heimilisfang við pöntun til að tryggja rétta afhendingu. Ef pöntuð vara er ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum upphæðina hafi greiðsla farið fram.

24.0% virðisaukaskattur er innifalinn í verði vörunnar. Öll verð og upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og áskilur Rými ehf sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.

Afhendingamáti og tími

Afhendingamáti og tími

Hægt er að velja um að fá vöruna senda með innlendum flutningsmiðlurum að vali kaupanda eða sækja hana á lager okkar að Gylfaflöt 4, 112 Reykjavík. Ef kosið er að sækja vöruna þarf kaupandi að hafa samband í 511-1100 og fá staðfestan tíma sem hentar.

Afgreiðslutími er 2-4 virkir dagar eftir að greiðsla hefur borist. Ef varan er ekki til á lager en væntanleg gæti afhending orðið 1-3 vikur en sérpantanir geta tekið allt að 6 vikum í afgreiðslu.

MIKILVÆGT ER AÐ KAUPANDINN SÉ ÁNÆGÐUR VÖRUR OG ÞJÓNUSTU

MIKILVÆGT ER AÐ KAUPANDINN SÉ ÁNÆGÐUR VÖRUR OG ÞJÓNUSTU

Skilaréttur

Skilaréttur

Mikilvægt er að kaupandinn sé ánægður með þá vöru og þjónustu sem Rými ehf veitir. Kaupandi hefur því 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum.

Fresturinn byrjar að líða þegar varan er keypt eða afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan hefur verið móttekin. Flutnings-og póstburðargjöld (ef einhver) eru ekki endurgreidd nema röng eða gölluð vara hafi verið send. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á rymi@rymi.is áður en vara er endursend.

Sendingarkostnaður og greiðslumöguleikar

Sendingarkostnaður og greiðslumöguleikar

  • Sendingargjald greiðist af kaupanda vörunar og kostar heimsending á höfuðborgarsvæðinu kr. 4,935.-.

  • Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram.

  • Hægt er að greiða með millifærslu eða greiðslukorti (Visa og Mastercard).

  • Millifærsluupplýsingar: Kt: 580199-3059. Reikn.nr: 0137-26-002102

  • Greiðslumiðlun fer fram í gegnum örugga greiðslugátt Valitor

Hafa samband

Setjið ykkur endilega í samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna varðandi afhendingarmáta, pantanir eða skilafrest og við leysum málin í sameiningu.

Upplýsingar

Rými Ofnasmiðjan ehf

Kt. 580199-3059

Gylfaflöt 4, 112 Reykjavík