Saga Ofnasmiðjunnar

Saga Ofnasmiðjunnar

Tímamót voru hjá Ofnasmiðjunni á árinu 2016 þegar fyrirtækið varð 80 ára en Sveinbjörn Jónsson byggingameistari frá Ólafsfirði stofnaði fyrirtækið vorið 1936. Fyrir um 20 árum kom út bókin Byggingameistari í stein og stál, saga Sveinbjarnar Jónssonar í Ofnasmiðjunni 1896-1982 eftir Friðrik G. Olgeirsson, Halldór Reynisson og Magnús Guðmundsson.

Ofnasmiðjan framleiddi ofna, stálborð og ýmsar stálvörur fyrstu áratugina og lék Sveinbjörn lykilhlutverk í vöruþróun og daglegri stjórnun fyrirtækisins. Fyrirtækið byrjaði framleiðslu á hillum úr ryðfríu stáli 1957 og nokkru síðar hafi hafist framleiðsla á bökunarlökkuðum hillum úr járnplötum.

Upphafið

Upphafið

Fljótlega hafi Ofnasmiðjan hafið framleiðslu á skjalaskápum á hjólum og til dæmis hafi verið smíðaðir stórir skápar fyrir Landspítalann, Stofnun Árna Magnússonar auk fjölda annarra stofnana og fyrirtækja. Í fyrstu voru skáparnir lakkaðir með gráum lit og kölluðu Orðabókarmenn sinn skáp Gráskinnu, en í henni var orðasafnið geymt," segir í bókinni. "Með smíði á hillum og skápum má segja að sjötti þáttur í starfsemi Ofnasmiðjunnar hefjist. Hinir fimm voru framleiðsla á miðstöðvarofnum, vaskborðum, mörgu smálegu úr ryðfríu stáli, ýmis sérsmíði og innflutningur á tengdum vörum.

Tímamót Sveinbjarnar 1936

OFNASMIÐJAN var stofnsett í kreppunni 1936, nánar tiltekið 6. maí. Þá var uppi athafnamaðurinn Sveinbjörn Jónsson sem var á tímamótum í lífi sínu. Í bókinni um Sveinbjörn og Ofnasmiðjuna, er atburðarásinni lýst með þessum hætti:

"Sveinbjörn Jónsson stóð á tímamótum í ársbyrjun 1936. Ytri aðstæður ollu því að hann gat ekki haldið áfram á þeirri braut sem hann hafði markað sér við heimkomuna árið 1919. Kreppan á Norðurlandi lamaði allar framkvæmdir og fjárskortur ógnaði lífsafkomu fjölskyldu hans á Akureyri.

Ofnasmiðjan stofnsett

Ofnasmiðjan stofnsett

Sveinbjörn var með ýmsar hugmyndir í kollinum er hann leitaði út fyrir landsteina til að kynna sér m.a. mó- og þangvinnslu, ofnasmíði og raftækjasmíði. Hann fór m.a. til Noregs og þar frétti hann af nýlegri uppfinningu á miðstöðvarofnum. Leist honum svo vel á, að hann samdi um einkaleyfi hjá Jac. Hellen Klöfta við Osló til að framleiða svokallaða helluofna, en þá voru fyrir verksmiðjur í Noregi, Svíþjóð, Eistlandi og Finnlandi.

Undirbúningurinn

Í fyrrgreindri bók, stendur einnig þetta

"Eftir að heim var komið vann Sveinbjörn hratt að undirbúningi fyrirtækis sem framleitt gæti ofna. Hinn 6. maí 1936 boðaði hann nokkra félaga sína til fundar á Hótel Borg til að stofna hlutafélag um framleiðslu miðstöðvarofna o.fl.

Hf. Ofnasmiðjan

Hf. Ofnasmiðjan

Fyrirtækið var nefnt Hf. Ofnasmiðjan. Í fyrstu gerðust sjö menn hluthafar og lagði hver þeirra fram kr 5.000. Þeir sem undirrituðu stofnfundargerð voru: Sveinbjörn Jónsson, Jón Loftsson, heildsali í Reykjavík, Guðbjartur Torfason, Hlébergi í Hafnarfirði, Guðmundur Torfason, Austurbakka í Reykjavík, Samúel Torfason, Hverfisgötu 45 í Hafnarfirði, Hermann Bæringsson, Njarðargötu 33 í Reykjavík. Gísli Þórðarson, Þórsbergi við Hafnarfjörð, gerðist einnig meðstofnandi. Þeir áttu allir að fá fasta atvinnu og vera sjálfstæðir atvinnurekendur í eigin fyrirtæki.

Núna

Starfsmenn Rýmis Ofnasmiðjunnar voru um 245 þegar mest lét. Nafni fyrirtækisins, sem um tíma var eitt af 300 stærstu fyrirtækjum landsins, var síðar breytt í Rými Ofnasmiðjan og þótt það selji enn ofna, sem eru innfluttir, er meginstarfsvið þess nú sala á lagerbúnaði, verslunarbúnaði og skjalakerfum. Árið 2000 er stofnað nýtt fyrirtæki um sölustarfsemi fyrirtækisins á öllu nema ofnum en sú starfsemi var í höndum verksmiðju okkar sem enn var rekin undir nafni Ofnasmiðjunnar og með starfsemi í Hafnarfirði. Þegar síðan verksmiðjunni var lokað 2003 var starfsemin sameinuð aftur undir nafninu Rými Ofnasmiðjan.

Nafnið Rými er einskonar markaðsnafn fyrirtækisins fyrir rýmislausnir enda vísi það vel til þeirrar starfsemi.   Árið 2012 var Rými sameinað Raflögnum Íslands ehf og eru fyrirtækin nú rekin undir nafninu Rými Ofnasmiðjan ehf. Eigendur fyrirtækisins eru Hjálmar Kristmannsson, Kristmann Hjálmarsson og Ragnar Hjálmarsson.Starfsmenn eru með langa reynslu á sviði markaðsmála, ráðgjafar og tæknilausna. Fyrirtækið er með aðsetur að Gylfaflöt 4, 112 Reykjavík.

Rými Ofnasmiðjan

kt. 580199-3059
Gylfaflöt 4, 112 Reykjavík
E1 Einkahlutafélag
Vsk Númer : 60970
ÍSAT : 46.90.0 Blönduð heildverslun

Upplýsingar

Rými Ofnasmiðjan ehf

Kt. 580199-3059

Gylfaflöt 4, 112 Reykjavík