12. október 2022

Frábær nýting hjá Tandur

Rými fékk á dögunum það skemmtilega verkefni að hjálpa til við hönnun og uppsetningu á nýju glæsilegu vöruhúsi Tandurs ehf. Okkur þykir hafa tekist vel til, en þeir fóru í svokallað „push back kerfi“ sem hentar einstaklega vel við að ná frá hámarks nýtingu í brettakerfi.  Eins ákváðu þeir að fjárfesta í þröngganga lyftara sem hámarkar nýtingu með þrengri göngum á þeim stöðum sem aðgengi að vörum þarf að vera gott. Rými útvegaði og setti upp alla rekka og hillur, og ber að þakka okkar rómaða uppsetningarteymi. Við látum myndirnar tala sínu máli og óskum Tandur innilega til hamingju með glæsilegt og vel heppnað vöruhús.

Upplýsingar

Rými Ofnasmiðjan ehf

Kt. 580199-3059

Gylfaflöt 4, 112 Reykjavík