24. nóvember 2022

Kælitæki í nýja verslun Krónunnar í Mosfellsbæ

Rými óskar Krónunni innilega til hamingju með nýuppgerða og glæsilega verslun sína í Mosfellsbæ. Rými sá um sölu og uppsetningu á öllum kælum, frystum og fleiru í verslunina. Kælitækin voru sett upp í samstarfi við Kapp vélaverkstæði. Búðin er innréttuð Kælum frá JBG sem eru afar vandaðir með mjúklokandi hurðum, allir frystar og gólfkælar eru lokaðir með vönduðum hurðum. Hurðir eru með tvöföldu gleri sem sparar orku og eykur gæði og geymsluþol matvöru.  Berjakælarnir geyma nú allskyns jólamatvörur sem skemmtilegat er að skoða og jafnvel gæða sér á um jólin.

Umhverfið haft að leiðarljósi

Allir kælar og frystar eru keyrður á svokölluðum CO2 kælimiðli sem er það umhverfisvænasta í kælimiðlun í dag.

RÝMI er stolt af því að hjálpa til í þeirri grænu vegferð sem Krónan er á 

við að CO2 væða sínar verslanir.

Upplýsingar

Rými Ofnasmiðjan ehf

Kt. 580199-3059

Gylfaflöt 4, 112 Reykjavík