26. október 2023

Framúrskarandi fyrirtæki 7. árið í röð

Rými Ofnasmiðjan hefur verið valið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki 2023. Einungis 2% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi ströng skilyrði um fjárhagslegan styrk og stöðugleika. Við mat á fyrirtækjum er horft til þriggja ára tímabils og þurfa skilyrðin að vera uppfyllt öll árin.

Rými Ofnasmiðjan hefur náð þeim árangri að vera á listanum síðastliðin sjö ár. Það er mikils virði fyrir okkur að teljast til þessa hóps framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi. Það er ekki sjálfgefið að vera á meðal þeirra bestu og erum við stolt af þessari viðurkenningu. Þetta er um leið viðurkenning til starfsmanna Rými Ofnasmiðjunar um afbragðs árangur.

Upplýsingar

Rými Ofnasmiðjan ehf

Kt. 580199-3059

Gylfaflöt 4, 112 Reykjavík