22. nóvember 2022
OTIS á Íslandi
Rými tekur við umboði fyrir OTIS lyftur. Otis er einn af stærstu og virtustu framleiðendum heims þegar kemur að lyftum og rúllustigum. Það er okkur sannur heiður að taka við umboði að þessari stærðargráðu og erum við hjá Rými spennt að geta boðið lyftur og aðrar lausnir frá Otis á komandi árum.
Rými og Jáverk ganga frá verksamning, 10 lyftur í Traðarreit.
Rými hefur náð samningum við Jáverk um sölu og uppsetninu á 10 lyftum í glæsilegt íbúðarhúsnæði sem nú rís á Traðarreit. Reist verður 180 íbúða fjölbýlishús, þriggja til fimm hæða. Við erum einstaklega ánægð með samninginn og að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þessar flottu hágæða lyftur.
Um er að ræða fyrstu 10 Otis lyftur sem seldar eru hér á landi um langt skeið.